Bakaður hafragrautur
2 bollar haframjöl
1 tsk lyftiduft
smá salt
smá múskat (má sleppa)
1 egg, hrært
1 vel þroskaður banani stappaður
1 tsk vanilludropar
1,5 bolli undanrenna eða fjörmjólk
1 epli í sneiðum
kanill eftir smekk
Persónulega fannst mér skemmtilegast að gera svona hvolfköku úr þessu.
Blanda saman öllu nema epli og kanil. Raða helmingnum af eplunum í botninn á sílikon formi eða eldföstu formi (þá er betra að hafa bökunarpappír í botninum). Strá kanil yfir eplin og hella helmingnum af hafrablöndunni yfir. Raða seinni helmingnum af eplunum yfir og smá kanil aftur. Hella restinni af hafrablöndunni yfir og baka við 175°c í 30 mín. Smella þessu yfir á disk þannig að botninn snúi upp. Þá er komin hafragrautskaka. Sniðugt að bera fram með smá skyri eða jógúrt.