Karrífiskur

Karrífiskur
(1)

2 bollar soðin hrísgrjón (1,5 mælibolli f. hrísgrjónapott)

600 g ýsa

2 msk hveiti

salt og pipar

200 g sveppir

1 rauð paprika

1/2 dós ananasbitar (nota safann í sósuna)

2 msk majones

1/2-1 dós sýrður rjómi

3 tsk karrí

1-2 dl ananassafi

100 g rifinn ostur

Velta fisk upp úr hveitiblöndu með salti og pipar. Léttsteikja fiskinn upp úr smá olíu.

Setja hrísgrjónin í botninn á ofnfati, raða fiski, sveppum, papriku og ananas ofaná. Búa til sósu úr sýrðum, majo, ananassafa og karrí. Hella yfir og toppa með osti. Baka við 200°c í 20-30 mín.