Ostasalat
1 Hvítlauksostur skorinn í litla bita
1 Mexíkóostur skotinn í litla bita
1/2 púrrulaukur fínt saxaður
1 lítil dós ananaskurl (hella safanum af)
slatti af grænum vínberjum, skorin í tvennt
smá sletta majones og smá af sýrðum rjóma á móti
þessu er öllu blandað vel saman og látið standa í a.m.k. klst í kæli svo bragðið nái að blandast vel saman, það er eiginlega best ef það fær að standa yfir nótt
Bara passa að kreista safann úr ananasnum.