Appelsínu marmelaði

Appelsínu marmelaði

Ég elska appelsínumarmelaði án þess að börkurinn sé að flækjast fyrir. Þessi uppskrift er einföld og er óþarfi að nota sultuhleypi.

1 kg appelsínur, súrar

u.þ.b. 400 g sykur

400 ml vatn

1 sítróna

Skolið ávextina og skerið þá í fjóra hluta.

Setjið ávextina í pott ásamt vatni. Setjið lokið á pottinn og sjóðið í um 2 klst þar til ávextirnir eru mauksoðnir.

Hrærið vel í pottinum með viðar sleif. Hellið blöndunni í gegnum sigti og mælið magn vökvans í pott. Setjið sama magn af sykri í pottinn og sjóðið við vægan hita þar til sykurinn er upp leystur. Hækkið þá hitann og sjóðið í 12 mínútur, hrærið vel í á meðan.

Takið marmelaðið af hitanum um leið og blandan nær 105 °c hita.

Setjið á sótthreinsaðar krukkur.

Athugasemdir

 • 3/8/2023 1:19:53 PM

  Guðjón

  Seturðu sykurinn með ávöxtunum eftir sigtunina eða með vatninu og sýður það í 12??

 • 4/16/2023 2:28:05 PM

  Erla Steinunn

  Sæll Guðjón Ég sigta vökvann frá ávöxtunum og hendi síðan hratinu. Síðan bæti ég sykrinum út í vökvann og sýð í 12 mínútur.