Appelsínukjúklingur

Appelsínukjúklingur
(2)

3 kjúklingabringur

1 1/2 msk maísmjöl (cornflour)

1 msk sesamolía

4 hvítlauksgeirar

2,5 cm engiferrót

2 vorlaukar til skreytingar og smá sesamfræ

Sriracha piparsósa fyrir þá sem vilja

Sósan:

1/3 bolli nýkreistur appelsínusafi (2 appelsínur)

1 tsk fínt rifinn appelsínubörkur

1/4 teningur kjúklingakraftur, mulinn

2 msk sojasósa

2 msk sykur

1 msk Shaoxin kínverskt hrísgrjónavín (eða sherry)

1 msk hrísgrjónaedik

1/4 tsk hvítur pipar

2 tsk maísmjöl

1-4 msk vatn (eftir þörfum)

Mjög mikilvægt að hafa allt tilbúið áður en byrjað er að elda þar sem eldamennskan sjálf tekur örfáar mínútur og enginn tími gefst til að skera eða blanda á meðan verið er að steikja matinn.

Sósuna á að blanda í skál og setja til hliðar.

Skera kjúklinginn smátt og velta upp úr maismjöli. Steikja kjúklinginn uppúr 2/3 af olíunni og taka til hliðar þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn.

Steikja hvítlauk og engifer í afgangnum af olíunni í 1 mínútu og bæta við sósunni ásamt kjúklingnum. Gott er að hræra rösklega í sósunni áður en hún er sett út á pönnuna þar sem maísmjölið á það til að safnast í klump í botninn á skálinni ef það fær að standa of lengi.

Leyfið sósunni að þykkna og berið fram með soðnum gjónum, sneiddum vorlauk og sesamfræjum.