Asian style kjúllaborgari

Asian style kjúllaborgari
(2)

400 g kjúklinga- eða kalkúnahakk

1 msk olía til steikingar

klípa salt og pipar

2 cm ferskur engiferbútur rifinn

2 hvítlaukslauf, rifin

2 tsk mjög fínt rifinn rauðlaukur

2 msk sojasósa

2 msk kjúklingasoð

4 hamborgarabrauð (helst án sesam)

Blandið saman í skál kjúklingasoði, sojasósu, engifer, hvítlauk og lauk. Geyma sojablönduna.

Mótið 4 borgara úr kjúklingahakkinu og kryddið með salti og pipar.

Steikið upp úr olíunni og þegar borgararnir eru steiktir í gegn er sojablöndunni bætt út á pönnuna.

Steikt þar til sósan þykknar, snúið borgurunum nokkrum sinnum á pönnuni til að þeir séu hjúpaðir sósunni.

Bera fram með fersku grænmeti eins og gúrku, rauðri papriku, iceberg og rauðlauk. Það þarf enga sósu á þessa borgara aðra en sósuna af pönnunni.