Aspassúpa

Aspassúpa
(2)

Fyrir 4

40 g vorlaukur

smá olía til steikingar

400 g aspas, ferskur

100 g hreinn smurostur

900 ml grænmetissoð

nýmalaður svartur pipar

salt

Skera laukinn smátt og mýkja í olíunni. Skera aspasinn og bæta honum útí pottinn ásamt soði og látið sjóða við vægan hita í 20-25 mínútur með lokið á pottinum. Setjið smurostinn útí og maukið súpuna (með töfrasprota eða í matvinnsluvél).Bæta við salt og pipar eftir smekk.