Bananabrauð í hollara kantinum

Bananabrauð í hollara kantinum

1 bolli hveiti (140 g)

1 1/4 bolli hafrar (125 g)

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk kanill

1/2 tsk salt

1/2 bolli sukrin

2 egg

1/4 bolli eplamauk

1/4 bolli möndlumjólk

2 stórir þroskaðir bananar, stappaðir

Þurrefnum er blandað saman og síðan er hinu blandað varlega saman við þurrefnin með sleif.

Bakað við 175°c í 50- 60 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út ef stungið er á brauðið.