Bananakaka II

Bananakaka II
(1)

4 egg

150 g sykur

130 g hveiti

1 tsk lyftiduft

2 msk kakó

Egg og sykur þeytt saman þangað til það er orðið létt og ljóst. Hveiti, lyftiduft og kakó sigtað saman, og sett út í. Hrært ofur varlega saman með sleikju.

bakað í tveimur smurðum lausbotna tertumótum við 180°c í miðjum ofni í 10-20 mín.

Á milli botna: 1 peli rjómi, þeyttur og 2 stappaðir bananar blandaðir saman við rjómann.

Frosting-krem:

2 eggjahvítur

200 g flósykur

1 tsk síróp

1 tsk vatn

vanilludropar

Eggjahvítur og sykur þeytt mjög vel saman og svo restinni bætt út í.