Bátabrauð

Bátabrauð

Hvort sem planið er að gera heimagerðan Hlölla eða Subway þá er þetta gott brauð fyrir samlokuna.

1 bolli ylvolgt vatn

1 msk sykur

1 msk þurrger

1 tsk salt

4 msk bragðmild olía

2 1/2 -3 bollar hveiti

Byrjið á að leysa upp ger og sykur í ylvolgu vatninu. Látið standa í 5-10 mínútur. Bætið síðan salti, olíu og 2 bollum af hveitinu. Hnoðið deigið vel saman og bætið við hveiti þar til deigið sleppir hrærivélaskálinni. Hugsanlega þarf ekki að nota allt deigið.

Látið deigið í skál og setjið lok eða plastfilmu yfir skálina. Látið deigið hefast í 30 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð.

Hnoðið deigið aftur og skiptið í fernt. Mótið 25 cm langa og mjóar lengjur. Leggið á bökunarpappír og penslið með mjólk. Á þessum tímapunkti mætti strá fræjum yfir brauðin ef við á.

Leyfið lengjunum að hefast í 30 mínútur og bakið síðan í 25 mínútur við 175°c.

Leyfið brauðunum að kólna áður en þau eru skorin.