Bláberja muffins (hollari úrgáfan)

Bláberja muffins (hollari úrgáfan)

50 g smjörlíki

80 g púðursykur

65 g eplamauk

1/2 tsk vanilludropar

1/8 tsk sítrónudropar

1 egg

1/4 tsk salt

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk matarsódi

30 g haframjöl

150 g hveiti

1 dl mjólk

100 g bláber

Þeyta saman smjörlíki og púðursykur. Bæta eggi og dropum út í og þeyta aðeins áfram. Bæta öðrum hráefnum í deigið og hræra saman. Enda á að setja bláberin saman við og hræra varlega. Setja í pappísform. Gott er að setja örlítinn hrásyykur yfir toppinn á hverri köku. Baka við 175°c í 20-25 mín.