Bourbon kjúklingur

Bourbon kjúklingur
(1)

1-2 msk olía

900 g kjúklingur

1 msk viskí

1/4 bolli sojasósa, saltminni

1 msk tómatsósa

1 tsk epla edik

3/4 bolli eplasafi

1/2 teningur kjúklingakraftur, mulinn

2 msk maísmjöl

2 msk púðursykur

1 msk hakkaður hvítlaukur

1 tsk engifer

1 tsk chili flögur

1 tsk hvítur pipar, malaður

Steikja kjúklinginn í olíu og bæta síðan við hvítum pipar, engifer og hvítlauk.

Blanda saman öllu öðru nema chili í skál og hella yfir í pönnuna.

Leyfa sósunni að þykkna aðeins á pönnunni.

Gott er að bera fram réttinn með hrísgrjónum og snöggsteiktu grænmeti (t.d. lauk og papriku).