Brauðsnúðar með skinku

Brauðsnúðar með skinku
(1)

50 g smjör

1 1/2 dl mjólk

3 tsk þurrger

1 egg

1 dl grahamsmjöl eða heilhveiti

1 tsk salt

300 g hveiti

Fylling:

200 g rjómaostur

200 g skinka

1/2-1 blaðlaukur

egg til penslunar

Bræða smjör og velgja mjólk. Leysa upp gerið.

Rest blandað við og hnoðað. Hefað í 30-40 mín.

Fletja út í 30x50 cm.

Rjómaosti, fínsöxuðum blaðlauk og skinku blandað saman og smurt yfir deigið.

Rúllað upp frá langhliðinni, skorið í sneiðar og bakað við 200°c þar til snúðarnir hafa tekið gylltan lit (12-15 mín).

Athugasemdir

  • 11/26/2015 4:40:13 PM

    Jón Oddur

    Frábær uppskrift og bragðast vel! Ég sleppti reyndar Grahams Mjölinu.