Buffalo kjúklinga kartöflubátar

Buffalo kjúklinga kartöflubátar
(1)

4 bökunarkartöflur

1/2 kubbur kjúklingakraftur

1/2 dl vatn

1/2 msk ranch dressing mix

100 g rjómaostur

1-4 msk Franks hot sauce

2 eldaðar kjúklingabringur

50 g rifinn ostur

Borið fram með:

smá ranch dressingu eða gráðaostasósu

2 sellerírif, skorið i stöngla

1-2 gulrætur, skornar í stöngla

Klipptur graslaukur

Hita hverja kartöflur í örbylgjuofni í 5 mínútur. Skera í tvennt og skafa megnið af kartöflunni úr hýðinu (skilja eftir 3-4 mm)setja smá olífuolíu, salt og pipar á hýðið og baka í ofni við 220°c í 10 mín.

Setjið vatn, kraft og ranch dressing mix í pott og hitið að suðu. Bætið rjómaosti út í pottinn ásamt buffaló sósu. Hita aftur að suðu, báta við kjúklingi og setja kartöflumaukið saman við.

Fylla kartöfluhýðin með kjúklingafyllingu, strá osti yfir og baka í 5 mín í viðbót. Bera fram með ranch dressingu, þunnt skornum gulrótum og sellerí.

Klippa graslauk yfir herlegheitin.