Butter Chicken (slow cooker)

Butter Chicken (slow cooker)
(4)

2-4 msk grænmetisolía

800g-1 kg kjúklingur skorinn í munnbitastærð

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksgeirar, pressaðir

2 tsk karríduft

1 msk milt karrímauk (curry paste)

2 tsk tandoori masala

1 tsk garam masala

60 g tómatpúrra

15 heilar kardimommur eða 1/4 tsk malaðar

1 (400ml) dós kókosmjólk

200 g grísk jógúrt (má sleppa, gerir sósuna mildari)

salt eftir smekk

Hita olíu á pönnu og steikja saman kjúkling, lauk og hvítlauk. Þegar laukurinn er orðinn glær á að bæta við öllu nema kókosmjólk, jógúrt og kardimommum. Steikja í nokkrar mínútur.

Allt sett í slow cooker, nema jógúrtin sem er sett alveg í lokin. Kókosmjólk og heilu kardimommurnar eru settar í slowcooker með kjötinu af pönnunni. Eldað í 5-7 klst á low.

Jógúrt er hrært út í réttinn rétt áður en borið er fram þannig að sósan verði flauelsmjúk.

(Þeir sem ekki eiga slow cooker þurfa að bæta við vatni eftir þörfum og leyfa réttinum að malla við lágan-meðal hita í klst.) Frábær réttur með hrísgrjónum og naan brauði.

Athugasemdir

  • 1/2/2018 10:01:19 PM

    Sigurlaug

    Frábær réttur, kláraðist á núll einni ??