Einföld grænmetissúpa

Einföld grænmetissúpa

300 g hvítkál

1 laukur

2-3 gulrætur

1 dós niðursoðnir tómatar

1-2 stk grænmetisteningur

1/2 -1 tsk montreal steak seasoning

smá cayenne pipar ef maður vill fá súpuna sterka, annars sleppa því

Skera hvítkál og lauk frekar gróft.

Skera gulræturnar í skífur og setja allt í pott. Sjóða þar til gulræturnar eru mjúkar.

Smakka til með steikarkryddinu, það er salt og pipar í því svo það er betra að setja það út í litlum skömmtum og bæta við ef þarf.