Einföld smábrauð

Einföld smábrauð

Þessi uppskrift er afar einföld og passar með súpu eða sem grunnur fyrir hvítlauksbrauð.

1 1/4 tsk þurrger

600 g brauðhveiti

2 tsk sykur

2 msk olía

1 1/2 tsk salt

350 g volgt vatn

Leysið upp gerið og sykur í volgu vatni og leyfið að standa í skálinni í nokkrar mínútur áður en afgangnum af innihaldsefnunum er hnoðað saman við.

Látið deigið lyfta sér í a.m.k. 30 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

Mótið bollur eða snittubrauð. Penslið með mjólk eða eggi og leyfið brauðunum að hefast í 80°c heitum ofni í 20 mínútur.

Hækkið hitann í 200°c og bakið þar til brauðin hafa tekið gylltan lit.