Fiskigratín í sweet chili

Fiskigratín í sweet chili

3 flök roðflett ýsa eða þorskur

1 meðalstór blaðlaukur

1/2 rauð paprika

100 g sýrður rjómi

100 g sweet chili rjómaostur

100 g sweet chili sósa

1 kjúkingateningur, mulinn

50 ml vatn

salt og pipar

100 g rifinn ostur

Byrjið á að skera smátt papriku og blaðlauk.

Paprikan er sett í botninn á ofnfati en blaðlaukurinn steiktur í örlítilli olíu á pönnu.

Skerið fiskinn í bita og raðið yfir paprikuna. Steiktur blaðlaukurinn er síðan settur yfir fiskinn og örlitlu af salti og pipar er dreift þar yfir. í skál er rjómaosti, sýrðum rjóma, sweet chili sósu og vatni blandað saman. Myljið einn tening af kjúklingakrafti út í sósuna og hrærið vel. Dreifið sósunni yfir fiskinn og stráið rifnum osti að lokum yfir réttinn.

Bakið við 20-25 mínútur við 200°c. Berið fram með soðnum gjónum, rúgbrauði og góðu salati.