Focaccia

Focaccia
(1)

350 g hveiti

1 tsk salt

1 tsk sykur

1 bréf þurrger (11 g)

1/2 tsk hvítlauksduft

2 tsk oregano

1 tsk timjan

1 tsk basil

nýmalaður pipar

230 ml vatn

1 msk ólífuolía auk olíu til að smyrja formið með

Ólífur eða maldonsalt og rósmarín til að setja yfir brauðið

Þurrefnum blandað saman ásamt olíu og vatni. Hnoðað. Deigið á að vera mjög blautt.

Eldfast mót smurt með ólífuolíu og deigið lagt ofan í og látið hefast í 20 mínútur.

Deigið slegið niður með fingrunum og rósamrín og salti eða ólífum raðað yfir. Bakað í 10 til 15 mínútur við 220°C eða þar til brauðið er komið með gylltan lit.