Frönsk súkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðikaka
(1)

200 g smjör

200 g suðusúkkulaði

4 egg

2 dl sykur

1 dl hveiti

Flórsykur til skreytingar

Þeytið saman egg og sykur.

Bræðið smjörið og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði.

Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna, ásamt hveitinu (notið sleikju).

Klæðið 26 cm kökuform með bökunarpappír og látið deigið í.

Bakið við 180°C í 30 mínútur.

Stráið flórsykri yfir kökuna.

Berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.