Glúten- og mjólkurlausar muffins kökur

Glúten- og mjólkurlausar muffins kökur
(1)

Úr uppskriftinni fást 8-10 muffins

3 dl glútenlaust (self raising) hveiti

1,2 dl sykur

½ tsk matarsódi

2 egg

½ tsk vanilludropar

½ dl hreint sojajógúrt

50 g smjörlíki

¼ tsk salt

3-4 msk mjólkur- og glútenlausir súkkulaðidropar

Öllu nema súkkulaðinu er hrært saman með sleif þar til deigið fær slétta áferð.

Setjið súkkulaðidropana að lokum saman við deigið.

Skiptið deiginu á milli 8 muffinsforma og bakið við 190°c í 15-18 mínútur eða þar til kökurnar eru farnar að taka gylltan lit.