Gremolata kartöflur

Gremolata kartöflur

1 kg kartöflur, soðnar. skornar í fleyga eftir suðu

1 msk ólífuolía

4 msk sítrónusafi

2 pressuð hvítlaukslauf

1 1/2 msk rifinn sítrónubörkur

35 g brauðmylsna

lúka hökkuð fersk steinselja

Setjið kartöflurnar í bökunarfat og dreifið olífuolíu og brauðmylsnu yfir.

Blanda saman hvítlauk, sítrónuberki, sítrónusafa og steinselju í skál og geymið þar til eftir að kartöflurnar eru bakaðar.

Bakið kartöflurnar í ofni við 200°c þar til þær hafa tekið fallegan lit (15-20 mín).

Takið úr ofninum og dreifið gremolata blöndunni yfir kartöflurnar.