Hamborgarasósa

Hamborgarasósa

140 g létt majones

1 msk gult sinnep (French's)

2 msk sweet pickle relish

1 msk fínt saxaður laukur

1/2 tsk borðedik

1/4 tsk paprika

1/8 tsk hvítlauksduft

1/8 tsk laukduft

1/2 tsk sykur

sellerísalt á hnífsoddi

Blanda öllu saman og hræra vel. Geyma í ísskáp 12-24 tíma fyrir notkun til að sósan nái réttu bragði. Hræra nokkrum sinnum upp í sósunni á kælitímanum.