Heimagerð crunch wrap

Heimagerð crunch wrap

Það er gaman að prófa sig áfram með hráefnin heima við og fá jafnvel betri útgáfu af uppáhalds skyndibitanum. Þessi kemur skemmtilega á óvart en osturinn sem hefur fengist að undanförnu í mörgum matvöruverslunum setur tóninn með chili sem bragð er að.

400 g steikt nautahakk með taco kryddi

6 sneiðar mexicana ostur

100-150 g salsa sósa

fínt skorið iceberg kál

1 tómatur smátt skorinn

6 msk sýrður rjómi

1 dl rifinn ostur

nacho cheese tortilla flögur

6 stórar mjúkar hveiti tortilla kökur

Leggið 1 sneið af mexicana osti í miðjuna á totilla köku. Setjið 2-3 msk af steikta hakknu ofaná ostinn, þvínæst 1 msk af salsa sósu. Setjið örlítið af káli og tómat og 1 msk af sýrðum rjóma þar yfir. Setjið 1/2-1 matskeið af rifnum osti yfir sýrða rjómann og raðið nokkrum nachos flögum þar yfir.

Þrýstið létt á fllinguna til að flögurnar molni aðeins (þetta auðveldar fyrir við vandasama verkið að loka tortilla kökunni). Brjótið nú kantana á tortilla kökunni inn að miðju. Þetta er oftast gert í 5-6 handtökum. Ef ekki er hægt að loka alveg fyrir fyllinguna má leggja kökuna á hvolf á bökunarpappír.

Hitið air fryer í 200°c og bakið kökurnar með sauminn niður í 4-5 mínútur. Snúið kökunum við eftir 3 mínútur.