Hnetu núðlur

Hnetu núðlur

Hnetusósa:

3 msk sojasósa

3 msk hnetusmjör

1 kjúklingateningur

4-6 msk hoi sin sósa

smá skvetta sriracha sósa

1 lauf hvítlaukur

Vorlaukur

gulrætur

minimais

baunabelgir (sugarsnap eða mangetout)

rauður chili

250 g soðnar hrísgrjónanúðlur

1 msk jarðhnetuolía til steikingar

Allt grænmeti er skorið í mjóa strimla og sett til hliðar. Sósunni er blandað saman í skál. Olían er hituð á pönnunni og grænmetið snöggsteikt við mjög háan hita. Sósunni hellt útá og vatni bætt við ef þarf. Núðlum er að lokum bætt við á pönnuna og hitaðar í 2 mínútur. Ekki verra að toppa með smá ristuðum hnetum.