Hnetukjúklingur

Hnetukjúklingur

4 kjúklingabringur

1 tsk milt karrý

olía til steikingar

Sósan:

4 msk hnetusmjör

2 msk hunang

1 tsk sojasósa

smávegis vatn

2 stk vorlaukur

1 stk lime

basmati grjón

Skera hverja bringu í þrennt. Dreifa karrídufti yfir kjúklinginn og steikja kjúklinginn.

Blanda saman öllu sem á að fara í sósuna í sér skál.

Þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn má setja sósuna út á pönnuna og hita í nokkrar mínútur.

Bera fram með soðnum basmati grjónum, lime bátum og sneiddum vorlauk.