Hnetusmjörs fudge

Hnetusmjörs fudge

4 dl sykur

1/2 dl mjólk

1 tsk vanilludropar

200 g hnetusmjör

Byrjið á að setja smjörpappír í bökunarform og smyrjið með örlitlu smjöri.

Hitið saman í potti mjólk og sykur og leyfið blöndunni að krauma í u.þ.b. 2 mínútur. Passið vel að sykurblandan brenni ekki við.

Takið nú pottinn af hitanum og bætið vanilludropum og hnetusmjöri saman við.

Blandan ætti að þykkna við þetta. Hrærið vel í og hellið blöndunni strax í pappírsklædda formið.

Látið kólna og skerið síðan í bita. Geymið í boxi í kæli. Gott er að setja smjörpappír á milli laga í boxinu.