Hnúðkalssúpa

Hnúðkalssúpa

300 g hnúðkál

1 kartafla (150 g)

2 skarlottu laukar

750 ml grænmetissoð

1 msk olía

1 tsk milt karrí

1 búnt graslaukur

salt og pipar

smá skvetta tabasco sósa

Mýkja kartöflu, hnúðkál og lauk í smjöri. Bæta við soði og karrí og láta sjóða í 15-20 mín.

Taka pottinn af eldavélinni og mauka súpuna með töfrasprota. Klippa smá graslauk yfir þegar súpan er borin fram.