Holl pizzasósa

Holl pizzasósa
(1)

1/2 rauðlaukur

2 hvítlauksrif

1 dós tómatar (eða passata)

1 tsk oregano

1/2 tsk basil

1/4 tsk salt

1/4 tsk svartur pipar

1-2 tsk olía til steikingar

Byrjið á að mýkja lauk og hvítlauk í olíu og smá skvettu af vatni ef þarf.

Bætið tómötum og kryddum útí og láta sjóða við vægan hita í 40 mínútur.

Ef notað er passata í stað tómatanna er suðutíminn mun styttri (um 10-15 mín). Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél.