Hunangskaka

Hunangskaka
(1)

2 dl vatn

2 1/4 dl síróp 939

2 1/4 dl sykur

1/2 tsk engifer

1 tsk kanill

2 egg

350 g hveiti

1 tsk matarsódi

Krem:

100 g smjörlíki

200 g flórsykur

1/4 tsk rommdropar

1 tsk vanilludropar

smávegis mjólk ef þarf að ná kreminu mýkra (setja 1 tsk í einu)

100 g brætt súkkulaði til að hjúpa kökuna og skrautsykursperlur ef vill

Byrja á að hita sykur, síróp og vatn saman í potti til að sykurinn leysist upp. Athugið að blandan á ekki að sjóða heldur er bara verið að hita hana þer til sykurinn leysist upp. Bætið við kanil og engifer og leyfa blöndunni að kólna.

Þeytið eggin vel og hellið sírópsblöndunni samanvið á meðan hrærivélin er látin ganga.

Bæta við hveiti og matarsóda og hrærið saman með sleif. Skiptið deiginu í tvö stór smurð smelluform. Bakið við 180°c í 20 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út ef stungið er í kökuna.

Látið kökubotnana kólna og smyrjið síðan kreminu á milli botnanna. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið kökuna. Ef notaður er skrautsykur er hann settur í brætt súkkulaðið, persónulega finnst mér fallegast að setja hann einungis á kantana á kökunni.