Jalapeño maísmuffins

Jalapeño maísmuffins

150 g gult maísmjöl

150 g hveiti

50 g púðursykur

1 msk lyftiduft

1/4 tsk salt

300 g súrmjólk

1 egg

1 eggjarauða

4 msk hunang

50 g brætt smjör

2 fersk jalapeño, fínt söxuð

Byrjið á að blanda öllum þurrefnum vel saman í skál.

Setjið súrmjólk, sýrðan rjóma, egg og smjör saman við og hrærið varlega saman við. Blandið að lokum jalapeño út í deigið. Forðist að hræra of mikið í deiginu.

Setjið í 12 smurð muffins form og setjið sneið af fersku jalapeño á toppinn á hverri muffins.

Bakið við 200°c í 15-20 mínútur.