Jalapeño popper kjúklingur

Jalapeño popper kjúklingur

3 kjúklingabringur

Fylling:

100 g rjómaostur

fínt saxað jalapeño

25 g nacho flögur muldar

50 g rifinn ostur

Til að velta uppúr:

sítrónusafi og smá skvetta olífuolía

Brauðblanda:

1 brauðsneið tætt í matvinnsluvél

25 g nacho flögur

Hver bringa er skorin í 3 þunnar sneiðar. Einfaldast er að leggja hverja bringu flata á skurðarbretti, leggja lófann ofaná og skera með mjög beittum hníf svo að hver bringa verði að þremur þunnum sneiðum.

Matskeið af fyllingu er sett á hverja bringnusneið og rúllað er upp. Að lokum er hverri rúllu velt upp úr sítrónuolíunni og síðan brauðblöndunni og sett á bökunarplötu. Bakað við 200°c í 30-40 mín.

Gott að bera fram með salati, grjónum, salsa, avocado, líme og jafnvel sýrðum rjóma.