Jamie Oliver borgarar

Jamie Oliver borgarar
(1)

12 stk Jacobs cream crackers

8 greinar steinselja

2 kúfaðar teskeiðar Dijon sinnep

500 g nautahakk

1 stórt egg

salt og pipar

1 tsk olífuolía

6 hamborgarabrauð

Ostsneið fyrir hvern borgara

Til að toppa borgarann:

Romaine eða butterhead kál

Tómatar

Rauðlaukur

Súrar gúrkur

Tómatsósa og dijon sinnep

Mylja kexið vel og setja í skál. Fínsaxa steinselju með stilkunum. Bæta steinselju, sinnepi og hakki við kexið. brjóta egg út í skálina ásamt salti og pipar. Blanda vel saman, skipta blöndunni í 6 hluta og móta hamborgarabuff.

Skvetta smá olíu yfir buffin og geyma þau í ísskáp þar til á að steikja þau. Grilla eða steikja buffin á pönnu 3-4 mín á hvorri hlið við meðal hita, ekki verra að setja ostsneið á hvern borgara þegar buffinu er snúið við.

Borið fram með létt ristuðum hamborgarabrauðum, káli, rauðlauk, súrum gúrkum, tómat (snilld að kaupa bufftómat því ein sneið passar svo fullkomlega á hamborgarann), tómatsósu og dijon sinnepi.