Jarðarberja shortbread smákökur

Jarðarberja shortbread smákökur
(1)

125 g sykur

225 g smjörlíki, mjúkt

1 tsk vanilludropar

250 g hveiti

1 dl smátt söxuð fersk jarðarber

Byrjið á að skera jarðarberin í sneiðar og leggið til þerris á eldhúspappír til að draga svolítið af vökvanum úr þeim.

Vinnið vel saman smjörlíki og sykur. Setjið síðan hveiti og vanilludropa saman við og hnoðið deigið vel saman.

Saxið nú jarðarberin í smáa bita og bætið út í deigið.

Setjið 1 matskeið í einu af deiginu á bökunarpappír.

Gott er að þrýsta svolítið á hverja deigkúlu til að fletja kökuna örlítið út fyrir baksturinn.

Bakið við 180°c í 12-14 mínútur. Leyfið kökunum að kólna á grind.