Jólakalkúni

Jólakalkúni

8-10 manns

1 kalkúni (um 5 kg)

salt

pipar

1 sítróna

1 appelsína

1 laukur

50 g bráðið smjör

kalkúnakrydd

Takið fuglinn úr kæli um klst áður en hann á að fara í ofninn. Kryddið með salti, pipar og kalkúnakryddi. Skerið lauk, sítrónu og appelsínu í báta og setjð inn í fuglinn.

Hita ofninn í 220°c og steikja fuglinn í 25 mín. Lækka hitann í 170 og steikja í 18 mín fyrir hver 500 g eða þar til kjöthitamælirinn sem stungið er í innanvert læri þar sem það er þykkast sýnir 72°c. Öruggast að nota kjöthitamæli og stinga á nokkra staði til að athuga hvort ekki komi glær vökvi allsstaðar.

Ausið yfir fuglinn soðinu á hálftíma fresti og breiðið álpappír yfir hann ef hann sýnist ætla að verða of dökkur.

Taka kalkúnann úr ofninum og láta á fat, breiða tvöfalt lag af álpappír yfir hann og láta standa í 30 mín.