Jólakokteill

Jólakokteill

Þessi er passleg fyrir fjögur glös.

120 ml vodka

60 ml Kahlúa

4 msk súkkulaðisíróp

1 tsk vanilludropar

1 msk dökkt síróp eða melassi

1/8 tsk engiferduft

nokkrir ísmolar

120 ml rjómi eða nýmjólk

Þeyttur rjómi, brjóstsykurstafir og muldar piparkökur til að skreyta

Setjið vodka, Kahlúa, súkkulaðisíróp, vanilludropa, dökkt síróp og engifer í kokteil hristara.

Hristið vel saman ásamt ísmolum.

Sigtið í fjögur glös, skreytið með þeyttum rjóma, piparkökum og jólabrjóstsykurstöfum.