Karamellu bollakökur (vegan)

Karamellu bollakökur (vegan)
(1)

200 g hveiti

2 msk maíshveiti

3/4 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

110 g mjúkt smjörlíki

130 g púðursykur

240 ml möndlumjólk

2 tsk vanilludropar

1 tsk edik

Kremið:

200 g smjörlíki

tæplega pakki flórsykur

2-4 msk kókosmjólk

2 tsk vanilludropar

Karamellusósa:

55 g smjörlíki

80 g púðursykur

90 ml kókosmjólk

2 tsk vanilludropar (settir í lokin)

Byrjið á að stilla ofninn á 175°c og á meðan er hægt að þeyta vel saman smjör og púðursykur í hrærivél. Blandið öllum innihaldsefnum saman við þegar smjörið og sykurinn hafa blandast vel saman.

Setjið í pappírsform í hvert hólf á muffinsbökunarforminu og fyllið að 3/4 með deiginu. Bakist í 15-20 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út ef stungið er á kökuna.

Leyfið kökunum að kólna og útbúið kremið á meðan með því að þeyta vel saman smjörlíki og flórsykur, bæta við vanilludropum og að lokum kókosmjólkinni í smá skömmtum.

Kökurnar þurfa að vera búnar að kólna alveg áður en þær eru skreyttar með kreminu.

Karamellusósan þarf einnig að kólna áður en hægt er að skreyta til að kremið bráðni ekki.

Sósan er gerð þannig að smjör, púðursykur og kókosmjólk eru soðin við vægan hita í potti í u.þ.b. 5 mínútur og vanilludropunum er bætt út í í lokin. Takið af hitanum og leyfið að kólna áður en sósan er sett yfir kremið.