Kartöflu- og púrrulaukssúpa

Kartöflu- og púrrulaukssúpa
(2)

1 stór laukur

1 púrrulaukur

200 g kartöflur

1 l vatn

2 grænmetisteningar

1/2 tsk timjan

smá sítrónupipar og svartur pipar

Afhýða kartöflur og skera í litla bita ásamt grænmetinu. Sjóða allt saman í potti þar til grænmetið er mjúkt. Mauka í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Smakka til með sítrónupipar.