Klassískt enskt eggjasalat

Klassískt enskt eggjasalat

6 harðsoðin egg (ég nota samt bara helming eggjarauðanna, en það er algjört smekksatriði)

3 msk majones eða léttmajones

heill bakki af vatnakarsa

svartur pipar og smá salt

Sjóða og kæla eggin.

Taka skurn utan af eggjunum og skera þau í litla bita.

Hræra majonesi útí ásamt salti og pipar.

Klippa rúmlega helminginn af vatnakarsanum út í salatið og nota afganginn til að skreyta með.