Kleinur

Kleinur

800-900 g hveiti

100 g smjör

220 g sykur

6 tsk lyftiduft

1 1/2 tsk matarsódi

3 tsk malaðar kardimommur eða 2 tsk dropar

2 egg

500 g hrein jógúrt

Nokkrir kubbar pamín feiti eða önnur jurtafeiti til steikingar

Byrjið á að vinna saman kalt smjörið og helminginn af hveitinu. Þegar smjörið og hveitið er orðið vel blandað og án klumpa má bæta við sykri, lyftidufti, matarsóda og kardimommum.

Setjið nánast allt hveitið saman við en geymið síðustu 100 grömmin og bætið við deigið eftir þörfum.

Hnoðið jógúrt og eggjum saman við og bætið við hveiti þar til hægt er að hnoða án þess að deigið festist við fingurna.

Látið deigið bíða í klukkustund í kæli áður en unnið er með það.

Takið helming deigsins og fletjið það út með kökukefli í um 0,5 cm þykkt. Skerið út tígla og skerið litla rauf í miðju hvers tíguls. Dragið annan enda tígulsins í gegnum raufina til að snúa upp á kleinuna.

Það má steikja kleinurnar í potti eða jafnvel djúpsteikingarpotti ef hann er til staðar.

Hitið feitina upp í um 170-180°c. Það er mikilvægt að passa að feitin sé nægilega heit á meðan steikt er (hitinn lækkar einnig við steikinguna). Ef steikt er við of lágan hita er hætt við að kleinurnar verði mettaðar af steitkingarfeitinni og nái ekki að verða eins stökkar.

Steikið nokkrar kleinur í einu og snúið þeim við í feitinni til að þær nái jöfnum og fallegum lit.

Látið steiktar kleinurnar á eldhúspappír til að kólna.

Það má geyma þær í frysti.