Kókoskjúklingur Korma

Kókoskjúklingur Korma
(1)

400 g kjúklingabringur skornar í bita

1 laukur smátt skorinn

1 hvítlaukslauf rifinn

1 grænt chili smátt saxað

1 græn kardimomma, marin

1/4 tsk turmeric

1/4 tsk cumin

1/4 tsk kóríander

1/4 tsk salt

1 cm engifer, rifinn

klípa garam masala

1 tsk tómatpúrra

100 ml kókosmjólk

Vatn eftir þörfum

Steikja kjúklinginn. Bæta við lauk og hvítlauk, steikja þar til laukurinn er glær. Bæta við kryddum, ferskum chili og tómatpúrru, steikja í 2-3 mín. Setja að lokum kóksmjólk útá pönnuna og láta sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur.