Kúrbítsklattar

Kúrbítsklattar

1 meðal stór kúrbítur, rifinn

1/2 tsk salt

1 dl hveiti

1 egg

1 vorlaukur, fínt sneiddur

smávegis svartur pipar

1-2 tsk grænmetisolía til steikingar

Dipping Sósa

1/4 bolli sojasósa

1 vorlaukur, fínt sneiddur

1 hvítlauksrif, fínsaxaður

1 lítill chili, saxaður eða smávegis gochujang mauk

Rífa kúrbítinn, kreista megnið af vökvanum úr með hreinu viskustykki. Blanda saman við hveiti, egg, salt, pipar og vorlauk í skál.

Hita olíu á pönnu og steikja deigið í litlum klöttum. Pressa deigið niður og steikja þar til botninn tekur gylltan lit. snúið þá við og baka á hinni hliðinni.

Borið fram með sósunni til að dýfa í.