Kransakökubitar

Kransakökubitar

300 g Marsipan (Bleikt Odense)

150 sykur

2 egg

Byrjið á að brytja marsipanið niður og setjið í hrærivélaskálina ásamt sykri. Vinnið saman með K-inu og bætið síðan eggjahvítunum út í skálina.

Hrærið vel saman og setjið deigið síðan íkæli í um klukkustund áður en það er bakað.

Ég nota smákökupressu til að fá fallegt mynstur og sömu stærð af deigi í hverjum skammti en einnig er hægt að setja deigið í sprautupoka en þá þarf hugsanlega að bæta aðeins við bökunartímann.

Sprautið deiginu í litlar kökur á bökunarpappír og bakið við 200°c í 10-12 mínútur.

Leyfið kökunum að kólna á bökunarplötunni í nokkrar mínútur áður en þær eru færðar yfir á kæligrind.

Þessar má gera nokkru fyrir veisluna og frysta.

Úr uppskriftinni fékk ég um 60 kökur.