Kumara baka

Kumara baka
(1)

400 g sætar kartöflur

1/2 bolli mjólk

6 stór egg

salt og pipar

4 sneiðar beikon eða reykt skinka

1 msk þurrkuð steinselja

120 g rifinn ostur

2-3 tómatar skornir í sneiðar

Hita ofninn í 200 °c. Steikja beikonið á pönnu. Láta kólna og skera smátt.

Afhýða og skera sætar kartöflur í bita og sjóða í léttsöltu vatni í 5 mínútur eða þar til þær eru farnar að mýkjast og hella þá vatninu af og setja til hliðar. Slá saman eggjum og mjólk og bæta við sætum kartöflum, beikoni, steinselju og rifnum osti. Krydda eftir smekk með salti og pipar.

Hella í bökunarpappísklætt mót (einfaldar okkur að ná bökunni úr mótinu). Raða tómatsneiðunum ofaná.

Baka í 35 mínútur eða þar til eggin eru hætt að renna til. Bakan er góð bæði heit eða köld svo hún er fullkomin í picnic körfuna.