Lagterta með sultu

Lagterta með sultu

500 g hveiti

250 g sykur

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

250 smjör eða smjörlíki

3 stór egg

1 tsk vanilludropar

Byrjið á því að vinna saman kalt smjör, sykur, lyftiduft, matarsóda, salti og hveiti. Bætið síðan við vanilludropum og eggjum. Hnoðið deigið vel saman og skiptið því síðan í tvennt.

Fletjið út hvorn deighluta fyrir sig á bökunarpappír í jafn stóra ferninga.

Bakið botnana við 175°C í 15-20 mínútur. Gætið þess að botnarnir verði ekki of dökkir.

Látið botnana kólna alveg áður en þeir eru skornir í tvennt langsum og smyrjið sultunni á þrjá þeirra. Leggið botnana saman og vefjið kökuna þétt í plastfilmu. Leyfið kökunni að standa í nokkrar klukkustundir til að sultan nái að mýkja upp kökuna og hægt sé að skera hana. Kakan geymist vel í frysti.