Lakkrístoppar

Lakkrístoppar
(1)

3 eggjahvítur

200 gr. púðursykur

150 gr. rjómasúkkulaði

1 poki súkkalaðihúðað lakkrískurl

Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn og þeytið áfram þar til sykur er alveg horfin.

Bæta þá söxuðu súkkulaði og lakkrískurli útí með sleif til að skemma ekki þeytinguna.

Setja með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 150°c í c.a 15-20 mín.

Til að fá fallegri toppa má setja marengsblönduna í sprautupoka en sleppið þá að setja stút á pokann, hann kemur bara til með að stíflast.