Linguini með þistilhjartapestó og sítrónu

Linguini með þistilhjartapestó og sítrónu

Linguini er soðið eftir leiðbeiningum á pakka

Þistilhjartapestó:

1 dós Þistilhjörtu í vatni

3 stór lauf hvítlaukur

3 msk ólífuolía

3 msk pistasíur (45 g)

sítrónusafi úr 2 sítrónum

2 tsk sítrónubörkur

lúkufylli fersk steinselja

Þetta er allt sett í matvinnsluvél og maukað saman og sett út á linguini og borið fram með ísköldu hvítvíni. Toppa með nokkrum pistasíum.