Marinara "rauð" sósa

Marinara "rauð" sósa

2 dósir hakkaðir tómatar

170 g tómatpúrra

4 msk söxuð steinselja, fersk

1 stór hvítlauksgeiri

1 tsk oregano

1 tsk salt

1/4 tsk svartur pipar

1-2 msk ólífuolía

1/3 bolli fínt saxaður laukur

1/2 bolli hvítvín

Mauka saman tómata, púrru, steinselju, hvítlauk, oregano, salt og pipar.

Steikja lauk í olíu og bæta hvítvíni á pönnuna og leyfa því að krauma í 1-2 mín. Bæta tómatmaukinu útá og láta sjóða við vægan hita í 40 mínútur.

Þessi er frábær með pasta eða sem kjötsósa fyrir bolognese.