Marsala kjúklingur

Marsala kjúklingur

Kjúklingur:

2 stórar kjúklingarbringur, skornar í tvennt

1/4 bolli hveiti

1/2 tsk salt

1/4 tsk svartur pipar

1 msk ólífuolía

1/2 sítróna, safi

Sósa:

1 msk smjör

250 g kastaníusveppir

1 skarlottulaukur, smátt sneiddur

3 hvítlauksgeirar, hakkaðir

3/4 bolli Marsala vín

1 bolli kjúklingasoð

1/2 bolli matreiðslurjómi

1 tsk kapers (má sleppa)

2 msk steinselja, fínsöxuð

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt, í þunnar steikur. Notið buffhamar til að fá jafna þykkt á steikurnar áður en þeim er dýft í hveitið. Eldið kjúklinginn í olíu á miðlunghita, eldið þar til bringurnar eru steiktar í gegn og farnar að brúnast. Kryddið til með salti, pipar og sítrónusafa. Takið til hliða og Bætið smjöri á pönnuna. steikið sveppina í 5 mínútur og bætið síðan skarlottulauk og hvítlauk út á pönnuna. Steikið í eina mínútu áður en Marsala víni, rjóma og kjúklingasoði er hellt út á pönnuna.

Leyfið sósunni að þykkna á pönnunni og hrærið í af og til (tekur um 10 mínútur). Kapers er bætt út á pönnuna í lokin.

Setjið kjúklinginn út á pönnuna, lækkið hitann undir og leyfið sósunni að sjóða vægt í 2-3 mínútur eða þar til kjúklingurinn er heitur í gegn. Stráið steinselju yfir réttinn og berið strax fram.