Mexikósk pönnukökuterta

Mexikósk pönnukökuterta
(1)

3-4 kjúklingabringa

1 bréf burrito krydd (eða 2-3 msk homemade)

olía til steikingar

1/2 sneiddur púrrulaukur

1 rauð paprika fínt skorin

1 lítill laukur smátt skorinn

1 askja sveppir

lítil krukka salsa sósa

1 lítil dós philadelphia light

svartar ólífur

50 g rifinn ostur

kirsuberjatómatar

Iceberg salat

4 tortilla kökur

Kjúklingurinn er steiktur á pönnu. lauk, púrrulauk, sveppum og papriku er bætt út á pönnuna ásamt kryddum. Bæta við salsasósu og rjómaosti hrært samanvið. Skipta kjúklingablöndunni í fernt. Raða pönnuköku og kjúklingablöndu og síðan pönnuköku ofaná og svo koll af kolli. Setja nokkrar svartar ólífur ofaná og toppa með rifnum osti.

Baka í ofni þar til osturinn hefur tekið gylltan lit.

Bera fram með salati

Upprunalega uppskrift má finna hér